Spurt og Svarað

Hvar starfið þið?

Því miður þjónum við einungis höfuðborgarsvæðinu vegna þess að keyrsla út á land hefur ekki borgað sig.

Hvað felst í almennum heimilisþrifum?

Þegar þú bókar þrif hjá okkur fylgjum við eftirfarandi verklagi:

  • Ryksugum og skúrum
  • Þurrkum af yfirborðsflötum
  • Skrúbbum og þrífum vaska, klósett, sturtur og baðkör
  • Fægjum spegla, krana, ísskápa, eldavélar og innréttingar
  • Tæmum ruslakörfur

Fyrir nánari upplýsingar um hvað er þrifið og ekki þrifið þá getur þú skoðað 32 skrefa tékklista okkar.

Þarf ég að bóka með fyrirvara?

Það er best að bóka með viku fyrirvara en oft getum við komið til móts við þig með stuttum fyrirvara!

Hvað geri ég ef ég þarf að breyta bókun?

Þá er lítið mál að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst ([email protected]) eða í gegnum síma. Athugið að bókun er bindandi nema afbókað sé fyrir klukkan 17:00 daginn fyrir þrif.

Bjóðið þið upp á eitthvað annað en heimilisþrif?

Já, við bjóðum líka upp á flutningsþrif! Það er hægt að bóka flutningsþrif í gegnum formið okkar.

Á hvaða tímum komið þið?

Við vinnum á virkum dögum frá 8:30 til 17:00 en stundum tökum við að okkur verkefni utan þess tíma. Við svörum þó fyrirspurnum utan þess tíma.

Þarf ég að vera heima á meðan?

Það er undir þér komið. Við þurfum bara að komast inn.

Notið þið ykkar eigin hreinlætisvörur?

Já, en ef þú vilt getum við notað þínar vörur. Þú lætur okkur bara vita með því að skrifa skilaboð í dálkinn „Sérstakar leiðbeiningar“ eða með því að hafa samband. Síðan setur þú hreinlætisvörurnar á áberandi stað svo að við getum gengið greiðlega að þeim.

Eruð þið tryggð?

Já. Við erum tryggð.

Þarf ég að gera eitthvað áður en þið komið?

Við mælum með að þú takir aðeins til. Það gefur okkur meiri tíma til að gera þrifin þín árangursríkari.

Hafir þú frekari spurningar getur þú haft samband með því að senda okkur tölvupóst á [email protected].